Meeting Register Page

Meeting banner
Í kjölfar Kveiks: Varðveislumál safnkosts
Í þessari síðustu málstofu FJARskólans 2020 verður sjónum beint að varðveislumálum safnkosts. Þann 8. október sl. frumsýndi fréttaskýringarþátturinn Kveikur þátt sem bar yfirskriftina Íslensk menningarverðmæti í hættu. Rannsókn Kveiks sýndi að íslensk menningarverðmæti í nokkrum af stærstu söfnum landsins eru í hættu. Skv. umfjöllun Kveiks eru ómetanlegar þjóðargersemar geymdar þar sem ýmist er ekkert slökkvikerfi eða hætta er á vatnsflóði—nema hvort tveggja sé.

Þóra Sigurbjörnsdóttir, sérfræðingur hjá Hönnunarsafni Íslands, María Karen Sigurðardóttir, deildarstjóri hjá Borgarsögusafni Reykjavíkur, Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga og Sigurður Trausti Traustason, deildarstjóri hjá Listsafni Reykjavíkur munu skipa pallborð málstofunnar og fjalla um umfjöllun Kveiks og hvort og hvernig faglegt safnastarf í landinu getur nýtt sér þáttinn til framdráttar.

Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð FÍSOS, Félags íslenskra safna og safnmanna, og safnafræða við Háskóla Íslands um söfn og sjálfbærni. Fyrirlestraröðin kemur í stað árlegs Farskóla FÍSOS sem breytt var í FJARskóla vegna Covid19. Farskólinn hlaut styrk úr safnasjóði.

Umsjónarmaður með fyrirlestraröðinni er Dr. Bergsveinn Þórsson við háskólann í Osló. Allir áhugasamir velkomnir á þennan fund. Skráning á fundinn er nauðsynleg.

Nov 11, 2020 11:00 PM in Reykjavik

Loading
* Required information